Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 8,9 milljörðum króna í júní sem er ríflega 2 milljörðum minna en í júní 2015. Á heildina litið var samdráttur í öllum tegundum nema ufsa og humar. Aflaverðmæti botnfisks nam rúmum 7 milljörðum í júní og dróst saman um 14,5% frá fyrra ári. Verðmæti flatfiskafla voru rúmir 1,2 milljarðar sem er 6,1% lækkun frá fyrra ári. Verðmæti uppsjávarafla, var rúmlega 136 milljónir króna sem er 86% minna en í júní 2015. Verðmæti skel- og krabbadýraafla nam 427 milljónum í júní samanborið við tæpar 520 milljónir ári fyrr.

Á 12 mánaða tímabili frá júlí 2015 til júní 2016 var samanlagt aflaverðmæti tæpir 140 milljarðar króna sem er 8,3% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. Á þessu tímabili hefur verðmæti botnfiskafla aukist um 0,3% og flatfiskafla um 25,8% en verðmæti uppsjávarafla dregist saman um 36,6%.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar .