Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili, frá júní 2013 til maí 2014, dróst saman um 12,7% miðað við sama tímabil árið áður eða úr 158 milljörðum í 138 milljarða. Verðmæti allra mældra fisktegunda dróst saman á öllum verkunarsvæðum milli tímabilanna.
Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Munar þar mest um tæplega 15 milljarða samdrátt í verðmæti uppsjávarfisks, fyrst og fremst vegna loðnu en aflaverðmæti hennar minnkaði úr tæpum 17 milljörðum króna í tæpa 4 milljarða.