Aflaverðmæti íslenskra skipa árið 2024 var samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands tæplega 171 milljarður króna sem er 14% samdráttur frá fyrra ári. Heildarafli íslenskra skipa árið 2024 var 995 þúsund tonn sem er 28% minni afli en árið 2023. Samdrátturinn er að mestu til kominn vegna þess að engin loðna veiddist árið 2024.
5% aukning í bolfiski
Árið 2024 veiddust 423 þúsund tonn af botnfiski sem er 5% aukning frá árinu 2023. Á sama tíma jókst verðmæti botnfiskaflans um 1%, fór úr 126 milljörðum króna í tæplega 128 milljónir. Af botnfiski var þorskaflinn tæp 224 þúsund tonn og aflaverðmæti hans við fyrstu sölu um 82 milljarðar króna. Afli uppsjávartegunda árið 2024 var um 547 þúsund tonn sem er 42% minni afli en árið 2023.
Aflaverðmæti uppsjávarafla 50% minni
Aflaverðmæti uppsjávarafla dróst saman um 50% á milli ára og nam 29 milljörðum króna árið 2024. Af uppsjávarafla árið 2024 veiddist mest af kolmunna, tæp 324 þúsund tonn en aflaverðmæti hans við fyrstu sölu voru um 12 milljarðar króna. Síldaraflinn var rúm 133 þúsund tonn og nam aflaverðmæti hans rúmum 9 milljörðum króna.