Aflaverðmæti í nóvember 2015 voru tæplega 11 milljarðar króna, sem er um 14% minna en í nóvember 2014. Verðmæti botnfiskafla minnkaði um 15% og verðmæti uppsjávarafla um tæp 17%, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.
Á árstímabilinu desember 2014 til nóvember 2015 jókst heildaraflaverðmæti um 9%, úr tæpum 137 milljörðum króna í 149 milljarða. Munar þar mest um tæplega 6 milljarða króna verðmætaaukningu í þorski og tæplega 9 milljarða króna aukningu í loðnu.