Landssamband smábátaeigenda (LS) lagði til við sjávarútvegsráðherra að þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári yrði 270.000 tonn og rökstuddi þá tillögu með því að 20% aflareglan hefði ekki verið fullnýtt á undanförnum árum.
„Við teljum að það sé góð innistæða fyrir þeirri tillögu í ljósi þess að á síðustu fjórum almanaksárum var þorskveiðin 19% af veiðistofninum en gildandi aflaregla miðast við 20%. Samkvæmt okkar athugun jafngildir þetta eina vannýtta prósent yfir 60.000 tonnum. Við leggjum til að tekinn verði helmingur af því og bætt við 31.000 tonnum til þess að rétta þetta af,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS í viðtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.