Samkomulag hefur náðst á meðal strandríkja um aflamark í kolmunna fyrir næsta ár.
Samkvæmt samkomulaginu verður heimilt að veiða 590.000 tonn. Hlutur strandríkjanna verður 543.043 tonn, þar af fær Ísland 95.739 tonn í sinn hlut.
Hlutur Íslands í norsk-íslenska síldarstofninum verður 238.399 tonn.
Þetta kemur fram á vef LÍÚ.