Alls veiddu strandveiðibátar 8.693 tonn í sumar, að því er fram kemur í samantekt á vef Fiskistofu .

Flestir bátar voru skráðir á svæði A. Mestur var aflinn á svæði A eða 2.885 tonn og svæði C var með 2.303 tonn. Svæði B var með 2.110 tonn og svæði D rak lestina með 1.395 tonn. Þorskur var 89% aflans.

Aflahæsti báturinn var Hulda SF með um 43 tonn. Alls stunduðu 649 bátar veiðarnar í sumar. Þetta eru nokkru færri bátar en á vertíðinni í fyrra þegar 674 bátar voru á strandveiðar.