Narfi SU, sem lengi vel var einn af aflahæstu smábátum landsins,hefur verið seldur til Noregs. Seljandi er dótturfyrirtæki Einhamars ehf í Grindavík og kaupandi Bjarni Harðarsonar sem búsettur er í Finnmörku í Norður-Noregi.

Frá þessu er skýrt á vefnum aflafrettir.is. Þar kemur fram að búið sé að sneiða framan af stefni bátsins til þess að stytta hann þannig að hann verði gjaldgengur í 12 metra kerfinu norska.

Markaður virðist vera fyrir notaða íslenska smábáta í Noregi því a.m.k. tveir aðrir bátar hafa verið seldir til þangað í seinni tíð,  Arney HU og Indriði Kristins BA er líka farinn.