Góður árangur hefur náðst í föngun og áframeldi á þorski hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. (HG). Bátar HG veiða milli 150 og 200 tonn af þorski í Ísafjarðadjúpi á ári til áframeldis, að því er fram kemur í nýjustu Fiskfréttum.
Þorskur sem veiddur er til áframeldis fer fyrst í sérhannaða sjótanka um borð og þaðan í söfnunarkvíar. Flutningabátar dæla síðan lifandi þorskinum upp og flytja hann í sjókvíar þar sem hann er alinn í sláturstærð. Fyrsta meðhöndlun skiptir miklu máli upp á að halda þorskinum lifandi eftir að hann hefur verið veiddur. Vel hefur tekist til með að halda afföllum niðri. Þau voru allt að 20-30% þegar mest var fyrir nokkrum árum en í dag eru þau ekki nema 2-4%.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.