,,Veiðin í þessum túr var ævintýraleg góð, betri en ég man eftir áður,” segir Kristján Elíasson stýrimaður á frystitogaranum Venusi HF í samtali við Fiskifréttir en skipið var væntanlegt heim í dag eftir rösklega fjögurra vikna túr með um 300 milljóna króna aflaverðmæti.
Ísfisktogarinn Sólbakur EA kom úr Barentshafinu síðastliðinn sunnudag með 200 tonna afla, en ár og dagar eru síðan íslenskur ísfisktogari var sendur í Barentshafið til veiða síðast. Alla jafna hafa frystitogarar veitt íslenska kvótann.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.