Norska björgunarþjónustan og strandstöðin í Bodø hafa birt samskipti sín við skipstjórann á nótaskipinu Kim Roger en báturinn lagðist á hliðina og sökk í janúar á þessu ári. Jafnframt hefur verið birt myndband af björgunaraðgerðum og þegar báturinn velktist um í sjónum.

Kim Roger fékk veiðarfærið í skrúfuna og báturinn varð stjórnlaus. Fimm manns voru í áhöfn. Skipstjórinn sendi út neyðarkall og þyrla kom fljótt á vettvang. Ástandið var mjög tvísýnt en tveir menn lentu í sjónum og var bjargað þaðan.

Sjá nánar HÉR .