Norsku ævintýramennirnir Stian Aker og Rune Malterud ætla að róa á árabát þvert yfir Atlantshafið, frá Ósló til New York á 70 dögum.

Nú eru liðin 120 ár síðan Frank Samuelsen og Georg Harbo réru í opnum árabát frá New York til Englands á 55 dögum. Norsku félagarnir hyggjast gera enn betur í hátæknivæddum árabát sínum.

Báturinn er smíðaður í Englandi og kostaði um 20 milljónir kr. Hann er með tveimur liþíum-jóna rafgeymum og sólarsellum. Siglingin verður filmuð og send út í norska ríkissjónvarpinu, NRK.