Síðdegis í gær tók þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, á loft frá Reykjavíkurflugvelli og flaug til Bretlands þar sem henni verður skilað til leigusala en framlengdur leigusamningur þyrlunnar rann nýverið út.
Þyrlan var tekin á leigu til árið 2007 en hún er í eigu CHC Helikopter Service.
Mun Landhelgisgæslan því um sinn aðeins hafa eina þyrlu til taks, Aerospatiale Super Puma þyrluna TF-GNA þar sem hin Super Puma þyrlan, TF-LÍF er í ýtarlegri skoðun sem gert er ráð fyrir að ljúki í næstu viku.
Sjá nánar á vef Gæslunnar, HÉR