Í Danmörk verður það æ algengara að fólk óski eftir því að verða brennt þegar það hefur lokið hérvist sinni á jörðu. Jafnfram færist það í vöxt að fólk vilji láta dreifa ösku sinni á hafi úti.
Þessar upplýsingar komu fram í frétt í danska sjónvarpinu. Þar segir að árið 1988 hafi 80 Danir óskað eftir því að ösku þeirra yrði dreift á sjó en árið 2008 var fjöldi þeirra 1.692. Þessi tala er nú komin í um 2.500 manns á ári. Árlega deyja rúmlega 52 þúsund manns í Danmörk og æ fleiri velja þann kost að láta brenna sig.
Eins dauði er annars brauð og þessi þróun hefur fært dönskum fiskiskipum nýja tekjulind. Nefnt er sem dæmi að á Hvíta sandi hafi fiskiskútan M/S Solea farið um 20 ferðir út á sjó fyrir fólk sem er að dreifa ösku látinna ættingja eða vina.