Matís hefur tekið þátt í nokkrum verkefnum tengdum sandhverfueldi undir forustu Akvaplan Niva á Íslandi.

Heildarniðurstaða þessara verkefna er að hægt er lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi verulega, með því að breyta samsetningu fóðursins sem gefið er, án þess að það komi niður á framleiðslunni eða gæðum afurða. Miðað við hráefnaverð um þessar mundir sýna niðurstöðurnar að hægt er að lækka framleiðslukostnaðinn um 15 til  20 prósent samanborið við það að nota það fóður sem flestir framleiðendur sandhverfu eru að nota í dag.

Verkefnin hafa verið studd af AVS sjóðnum, Tækniþróunarsjóði Rannís og Evrópusambandinu undir samheitinu MAXIMUS. Þátttaka Matís hefur að mestu snúist um að besta fóður í sandhverfueldi en auk þess hefur Matís komið að erfðarannsóknum á íslenska stofni fiskjarins.

Rannsóknirnar hafa verið framkvæmdar í Verinu á Sauðárkróki, Silfurstjörnunni í Öxarfirði og hjá fyrirtækinu Rodecan á Spáni.

Sjá nánar á heimasíði Matís