Aðsóknina í skipstjórnarnám við Tækniskólann hefur aukist töluvert þar sem nemendafjöldinn í dagskólanum hefur nær tvöfaldast frá 2008. Þetta kemur fram í viðtali á vef LÍÚ við Vilberg Magna Óskarsson, skólastjóra skipstjórnarskólans við Tækniskólann.

„Þegar nemendur voru sem fæstir við skólann voru tæplega 60 manns í dagskóla en í dag eru um 100 nemendur í dagskóla og um 150 nemendur í fjarnámi, sem er hrein viðbót“ segir Vilbergur. Þessa aukningu telur Vilbergur stafa af löngun nemenda í aukin réttindi til að hækka stöðu sína á skipunum sem þeir starfa á og eru margir hverjir sem sækja í stýrimannastöður.

Sjá nánar á vef LÍÚ HÉR