Adolf Guðmundsson, lögmaður og framkvæmdastjóri Gullbergs ehf. á Seyðisfirði, hefur tilkynnt stjórn LÍÚ að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í sambandinu. Adolf hefur verið formaður stjórnar LÍÚ frá árinu 2008, eða í sex ár.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, þakkar Adolf fyrir vel unnin störf fyrir hönd félagsmanna.
Eins og sést á annarri frétt hér á vefnum hefur Síldarvinnslan keypt Gullberg ehf. og húsnæði og búnað fiskvinnslunnar Brimbergs á Seyðisfirði.
Aðalfundur LÍÚ verður haldinn 30. og 31. október 2014 á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum er hluti stjórnarmanna kosinn til þriggja ára. Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn.