Tólf bátar hafa landað rækju það sem af árinu, þar af eru aðeins þrír á úthafsrækju og níu á innfjarðarækju.

Sigurborg SH hefur fengið 64 tonn í fimm róðrum og er mesti afli í róðri rúm 18 tonn. Dröfn RE og Nökkvi ÞH eru nýbyrjuð úthafsrækjuveiðar. Mest af innfjarðarækjuaflanum hefur komið af bátum á veiðum í Ísafjarðardjúpi.

Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.is þar sem sjá má aflatölur allra bátanna.