Hafrannsóknastofnun hefur gert samning við útgerðir loðnuskipa sem bera munu kostnað af því að senda eitt fiskiskip til loðnurannsókna í byrjun desember.
Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Í henni segir að Aðalsteinn Jónsson SU frá Eskju muni fara til loðnurannsókna í kring um tíunda desember. Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun verði um borð og stýri leiðangrinum.
Leitað undan Norðausturlandi og vestur að Kolbeinshrygg
Haft er eftir Guðmundi J. Óskarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, að rannsaka eigi hafsvæðið undan Norðausturlandi og vestur að Kolbeinseyjarhrygg til að reyna að komast að því hversu austarlega loðnan sé gengin ef hún þá á annað borð sé komin inn í landhelgi Íslands.
Þá segir að stærri loðnuleitarleiðangur tveggja rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar auk tveggja uppsjávarskipa sé áætlaður í janúar. Nánar má lesa um þetta á ruv.is.