Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda, sem er nýlokið í Reykjavík, skorar á ráðherra sjávarútvegsmála að auka nú þegar ýsukvótann úr 36.000 tonnum í 50.000 tonn og þorskkvótann úr 196.000 tonnum í 230.000 tonn.

Aðalfundurinn telur Hafrannsóknastofnun vera á algjörum villigötum varðandi mælingar sínar á stærð ýsustofnsins.

,,Sú aðferðafræði sem stofnunin notar við þær mælingar stangast á við alla heilbrigða skynsemi. Fyrir það fyrsta er aðferðinni með öllu fyrirmunað að mæla nokkurn skapaðan hlut þegar komið er á grunnslóðina og hvað þá inn á flóa og firði.

Í því sambandi bendir fundurinn á að til margra ára hefur verið himinn og haf á milli mælinga Hafrannsóknastofnunarinnar annars vegar og reynslu sjómanna sem stunda ýsuveiðar á grunnslóð hins vegar. Þekkingu sína byggja sjómenn á áratuga reynslu sinni við störf sín á grunnslóðinni, en vísindamenn á niðurstöðum úr togararalli.

Sjá nánar ályktun um stjórn fiskveiða á vef LS