Að veiða og sleppa er aðferð sem beitt hefur verið í sívaxandi mæli í laxveiðum hérlendis á undanförnum árum. Erlendis er þessi háttur einnig hafður á í frístundaveiðum á sjávarfiskum, þar á meðal þorski.
Í nýrri skýrslu kemur fram að aðferðin að veiða og sleppa fiski úr sjó sé mjög algeng í Evrópulöndum en þó misútbreidd eftir þjóðum. Þannig þekkist varla að Pólverjar á frístundaveiðum sleppi þorskfeng sínum, en hins vegar er áætlað að 70% af frístundaveiddum þorski sé sleppt aftur í sjóinn í Bretlandi og í Norður-Noregi er hlutfallið 66%.
Engin könnun hefur verið gerð á því hvernig íslenskir frístundaveiðimenn bera sig að hver í sínu horni, en reglurnar sem sjóstangaveiðifyrirtækin fara eftir eru alveg skýrar. Koma skal með allan afla að landi.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.