„Verkstjóri sem hafði fiskþurrkun á hendi varð að vera árrisull, farið var oft að líta til veðurs kl. 5 á morgnana og var oft búið að draga upp „flauju" til að fólkið kæmi til vinnu kl. 6. Oft var áfall á reitunum og ekki hægt að breiða fyrri en tekið var af, eða tekið af steinum, en þar sem skuggar mynduðust var ekki hægt að breiða fyrri en sólin var búin að verma og þurrka. Það mátti vara sig á því ef breitt var á sléttar klappir, að þær væru ekki of heitar, því að þá var hætta á að sjóða fiskinn og varð mikið verðfall á þeim fiski..." - Úr viðtali við Ingólf Jónsson í „Til fiskiveiða fóru - Sjötíu ár á sjó og landi". - Sigurdór Sigurdórsson og Haraldur Sturlaugsson 1977.
Mynd/Úr myndasafni Haraldar Sturlaugssonar.