Áætlað aflaverðmæti á strandveiðum í sumar er um 2,4 milljarðar. Efsti báturinn er með hátt í 40 tonn. Meðalverð á handfæraþorski á fiskmörkuðum var litlu lægra en verð á línufiski. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt í nýjustu Fiskifréttum um strandveiðar.

Í heild nam strandveiðiaflinn rúmum 8.600 tonnum. Megnið af veiðinni er þorskur, eða 7.700 tonn, um 760 tonn veiddust af ufsa og reytingur af öðrum tegundum, aðallega gullkarfa (um 105 tonn).

Alls stunduðu 648 bátar veiðarnar, mismargir á hverju tímabili. Meðalafli á bát er 13 tonn og meðalaflaverðmæti um það bil 3,6 milljónir. Meðalafli í löndun í sumar er um 540 kíló. Ef um þorsk er að ræða er aflaveðmæti í meðalróðri um 150 þúsund krónur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.