Kínversk stjórnvöld hafa varið sem samsvarar um 6,8 milljörðum evra (rúmum 950 milljörðum ISK) í rannsóknir í sjávarútvegi á fimm ára tímabili frá 2011 til 2015.
Megnið af upphæðinni, 2,1 milljarður evra, fór í að koma upp sýningarsvæðum og nokkrum rannsóknastofnunum fiskiðnaðarins, 19 á landsvísu og um 200 í einstökum héruðum.
Fjármunum var einnig varið í um 1.000 rannsóknarverkefni á landsvísu og 4.500 héraðsbundin verkefni varðandi nýja tækni í fiskeldi, svo sem eldi tilapiu, rækju, skelfisks og flatfisks.