Umhverfissamtökin Oceana hafa lagt fram aðgerðaáætlun til að bregðast við staðfestingu Evrópusambandsins á því að 91% allra fisktegunda í Miðjarðarhafinu eru ofveiddar.
Oceana leggur til að gripið verði til verndunaraðgerða með tímabundnum lokunum á hrygningarsvæðum.
Samkvæmt rannsóknum á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru 91% af öllum fisktegundum í Miðjarðarhafinu ofveiddar. Þar af eru 96% botnfisktegunda ofveiddar, þar á meðal lýsingur og rauðskeggur. Þá eru 58% af öllum uppsjávartegundum ofveiddar, þar á meðal ansjósur og sardínur.