Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 7.610 tonn. Verkfall sjómanna gerir það að verkum að aflinn er 90% minni en í janúar 2016. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar voru með 94% aflans í janúar, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar.
Á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2016 til janúar 2017 hefur heildarafli dregist saman um 295 þúsund tonn eða 23% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.