Nærri 90% af fiskveiðum Perúmanna fer til framleiðslu á mjöli og lýsi. Aðeins um 10% eru notuðu í manneldisvinnslu, að því er fram kemur á fis.com.
Fiskimjölsiðnaðurinn hefur vaxið með aukinni veiði á ansjósum á undanförnum árum. Stjórnvöld í Perú ætla að sporna gegn þessari þróun og auka neyslu sjávarafurða á mann að sögn iðnaðarráðherra Perú.
Hann tekur einnig fram að Síle, sem hefur ekki jafnauðug fiskimið og Perú, skili meiri útflutningsverðmæti sjávarafurða hlutfallslega. Í Perú koma á land um 4,3 milljónir tonna en í Síle um 580 þúsund tonn. Samt sem áður nemur útflutningur sjávarafurða frá Síle 1,3 milljörðum dollara á sama tíma og útflutningur frá Perú er 1,9 milljarðar dollara. Síle nýtur þess að vinna sjávarafurðir meira og auka verðmæti þeirra þannig.