Skip þeirra átta útgerða sem skiluðu mestu aflaverðmæti á liðnu ári veiddu fyrir samtals rúmlega 63 milljarða króna, samkvæmt nýrri samantekt Fiskifrétta. Það er 12,3% minna en á árinu á undan þegar aflaverðmæti sömu útgerða nam 72 milljörðum króna. Mismunurinn er tæpir 9 milljarðar króna sem stafar fyrst og fremst af minni uppsjávarafla, einkum loðnu en einnig síld.
Skip HB Granda skila nú sem fyrr mestu aflaverðmæti eða 15,2 milljörðum króna. Næstur á eftir skipafloti Samherja/ÚA með rétt tæpa 14 milljarða króna og þar næst skip Brims með 7,7 milljarða króna.
Sjá nánar ítarlega umfjöllun um afla og aflaverðmæti skipa útgerðanna átta í nýjustu Fiskifréttum.