Sex fiskveiðisvæði í Bandaríkjunum deila með sér styrki sem veittur er á fjarlögum fyrir árið 2014. Um er að ræða svæði sem hafa gengið í gegnum miklar þrengingar á undanförnum árum. Styrkurinn nemur 75 milljónum dollara (8,5 milljörðum ISK).
Þetta kemur fram í tilkynningu haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Meðal þeirra greina sjávarútvegs og svæða sem fá styrk eru fiskveiðar í Mississippi vegna flóða árið 2011, Nýja Englands vegna erfiðleika í botnfiskveiðum 2013, ostruiðaðurinn í Flórída vegna þurrka við Mexíkóflóa 2012 og fiskveiðar í New Jersey og New Yourk vegna fellibylsins Sandy 2012.