Það dró úr verðmætasköpun í norskum sjávarútvegi í fyrra miðað við árið 2019 en á sama tíma fjölgaði störfum innan greinarinnar um 2.000. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknafyrirtækjanna Menon Economics, Nofima og Norce.

Séu afleidd störf talin með starfa 93.600 manns innan norsks sjávarútvegs og ársverkin eru 83.000. Heimsfaraldurinn leiddi til breytinga á eftirspurn sjávarafurða. Mikill samdráttur varð í sölu til veitingastaða og hótela en sala jókst til matvöruverslana.

Niðurstaðan var sú að sölumagnið jókst á síðasta ári en útflutningsverðmætin drógust saman.