Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir 527,0 milljarða króna. Þar af nam útflutningur sjávarafurða 221,3 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam útflutningur sjávarafurða hins vegar 205,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 35,9 milljörðum eða 7,3% hærra, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10,7% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,0% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 7,9% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli.