Rækjuafli ársins 2015 var heldur bágborinn. Alls 33 skip lönduðu rækju á árinu, þar af tveir frystitogarar, Brimnes RE og Eyborg EA. Samtals var landað um 6.200 tonnum af rækju og voru frystitogarnir með um 675 tonna afla.
Til samanburðar má nefna að rækjuaflinn árið 2014 var 7.237 tonn.
Sigurborg SH var sem fyrr aflahæst rækjubátanna og endaði með um 766 tonna rækjuafla auk þess sem báturinn var með þó nokkurt magn af fiski.
Frá þessu er skýrt á vefnum aflafrettir.is og þar er að finna ítarlegtri upplýsingar um rækjuveiðarnar á árinu