Verið er að stórauka afkastagetu skreiðarverkunarinnar Löngu ehf. í Vestmannaeyjum með uppsetningu á nýjum færibandaþurrkklefa. Þurrktæknin byggist á varmaskiptatækni sem getur dregið úr orkukostnaði um allt að 30%.

Færibandaþurrkarinn er færanlegur og búnaðurinn er með lokuðu kerfi með varmadælu og mun vera sá eini á landinu með lokað kerfi. Með nýjum búnaði fer afkastageta verksmiðjunnar úr 6.500 tonnum í um 11.000 tonn á ári.

Sjá nánar í Fiskifréttum.