Norska ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun um að verja 2,7 milljörðum króna (56 milljörðum ISK) í samgöngubætur á árunum 2014 til 2023 vegna hafnarframkvæmda.
Hér er um að ræða fiskihafnir að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna. Bent er á að fiskiskip verði stöðugt stærri og loftslagsbreytingar leiði til að veður séu vályndari en áður. Þetta og margt annað kalli á betri hafnir.
Fjármununum verður meðal annars varið í dýpkunarframkvæmdir í höfnum og á innsiglingarleiðum og til byggingar á hafnargörðum.