Frystitogarinn Oryong 501 frá Suður-Kóreu fórst í vonskuveðri í vestanverðu Beringshafi síðastliðinn mánudag. Um borð voru 60 manns og tókst aðeins að bjarga sjö mönnum á lífi auk þess sem eitt lík hefur fundist. Litlar líkur voru taldar á því að fleiri hefðu bjargast  eftir að fjórir mannlausir björgunarbátar fundust í námunda við slysstaðinn.

Samkvæmt upplýsingum yfirvalda í Suður-Kóreu fór togarinn að halla eftir að sjór komst í lestar hans  í stormi og stórsjó. Skipið var á ufsaveiðum í rússneskri lögsögu Barentshafs. Um borð var rússneskur eftirlitsmaður, 35 Indónesar, 13 menn frá Filippseyjum og 11 frá Suður-Kóreu.