Iceland Seachill, dótturfyrirtæki Icelandic Group í Bretlandi, er að hefja ellefu vikna auglýsingaherferð í sjónvarpi og á vefnum til þess að vekja athygli á ferskum fiskréttum sínum sem ganga undir vöruheitinu Saucy Fish. Herferðin mun kosta 2,5 milljón sterlingspunda eða jafnvirði tæplega 500 milljóna íslenskra króna.
Saucy Fish vörurnar eru mjög þekktar og útbreiddar á breskum smásölumarkaði og seljast fyrir milljarða króna á ári hverju.
Opnuð var ný vefsíða til kynningar á Saucy Fish fyrir nokkrum mánuðum, sjá HÉR