Sjóstangaveiði erlendra ferðamanna hefur orðið að góðri tekjulind aðila innan ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum á undanförnum árum. Í Súðavík er til að mynda fyrirtækið Iceland Sea Angling með öfluga starfsemi yfir sumarmánuðina og hefur sjóstangaveiðin ekki síst notið mikilla vinsælda meðal þýskra ferðamanna.

Nú hefur sveitarstjórn Súðavíkur skipt upp 90 tonna byggðakvóta sveitarfélagsins og fara 50 tonn af kvótanum til frístundaveiða. Krókaaflabátar frá 21 tonn og skip og bátar stærri en 100 tonn fá 19 tonn, að því er greint er frá á Bæjarins bestu. Gert er ráð fyrir að löndunarskylda verði á aflanum í Súðavík.