Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp 92 þúsund tonn í janúar 2015, sem er 47% aukning frá janúar 2014. Munar þar helst um tæp 20 þúsund tonn af loðnu. Hins vegar dróst þorsk-, ýsu- og ufsaafli nokkuð saman.
Á síðustu 12 mánuðum fiskaðist 1.105 þúsund tonn sem er 177.000 tonna aflasamdráttur (13,4%) miðað við 12 mánuðina þar á undan, einnig fyrst og fremst vegna minni loðnuafla.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.