Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar starfa 2,6% vinnandi fóllks á Íslandi við fiskveiðar og 2,7% við fiskiðnað.

Engum þarf að koma á óvart að kynjahlutfallið í fiskveiðum er æði ójafnt. 4,5% karla starfa við fiskveiðar en 0,4% kvenna.

Þegar kemur að fiskiðnaði er hlutfallið öllu jafnara, en við þá grein starfa 2,6% karla á vinnumarkaði en 2,9% kvenna.

Frá þessu er skýrt á vefnum bb.is og þar má sjá frekari upplýsingar um vinnumarkaðinn.