Norska hafransóknastofnunin hefur fengið sem svarar 420 milljónum íslenskra króna frá norska rannsóknaráðinu til að kanna samspilið í lífríki Barentshafs.
Stuðst verður við gögn í sameiginlegum rannsóknum Noregs og Rússlands þar sem Barentshafið hefur verið kortlagt allt frá minnstu þörungum upp í stærstu hvali. Auk þess munu fara fram umfangsmilar athuganir á umhverfisáhrifum. Einnig verður aflað nýrra gagna. Höfuðmálið er að rannsaka áhrif tegunda hver á aðar. Ljóst er að fullorðinn þorskur étur mikið af loðnu en norsku vísindamennirnir benda á að minna hafi verið fjallað um það að loðna lifir líka á eggjum þorska og hvaða áhrif það geti haft.