Danskir fiskimenn sem veiða þorsk í Eystrasalti gætu fengið um 24 milljónir króna í bætur (um 390 milljónir ISK) vegna verulegs samdráttar í veiðiheimildum á árinu 2017.

Í haust lá fyrir að þorskkvótar í vesturhluta Eystrasalts yrðu skornir niður um 56% og í austurhluta Eystrasalts yrði niðurskurðurinn aðeins minni, eða 25%.

Nú hafa dönsk stjórnvöld ákveðið að lina höggið og veita 24 milljónum aukalega í styrki til fiskimanna sem lenda sérstaklega illa í niðurskurðinum. Í vesturhluta Eystrasaltsins er talið að niðurskurður í þorskkvóta hafi áhrif á fiskimenn sem gera út 150 báta.