Fráfarandi ríkisstjórn í Noregi ákvað í september að verja 3 milljónum norskra króna í línuívilnun í formi beitningarstyrks. Í þetta verkefni fara svo 18 milljónir á árinu 2014, eða um 360 milljónir íslenskar.

Framkvæmdin verður þannig að útgerð línubáts fær greiddar 19 krónur norskar fyrir hverja 100 króka af handbeittri línu. Þetta eru um 380 krónur íslenskar og um 1.900 ISK á 500 króka bala. Bátar sem róa með 30 bala gætu þannig fengið um 57 þúsund ISK í styrk í róðri.