Gera má ráð fyrir að tekjutap vegna skerðingar á kvóta norsk-íslensku síldarinnar nemi um 3,5 milljörðum króna á næsta ári, verði farið að veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, að því er Teitur Gylfason hjá Iceland Seafood segir í viðtali í Fiskifréttum í dag.
Kvóti Íslands myndi þá minnka úr 62.000 tonnum á þessu ári í 37.000 tonn á því næsta. „Þetta er mikið högg og gríðarlegt áhyggjuefni,“ segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og minnti á að ekki væri langt síðan Íslendingar einir hefðu veitt 220.000 tonn úr þessum stofni.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.