Sjávarútvegssýningarnar í Brussel, afurðasýningin Seafood Expo Global og tækjasýningin Seafood Processing Global, eru nú haldnar í 24. sinn, dagana 26.-28. apríl 2016. Ísland hefur verið með frá upphafi og skipuleggur Íslandsstofa þátttöku íslenskra fyrirtækja á tveimur þjóðarbásum, fimm íslensk fyrirtæki sýna á eigin vegum.

Í ár verða 745 fermetrar í umsjón Íslandsstofu og ný glæsileg hönnun á þjóðarbásunum mun styrkja ásýnd Íslands á sýningunni verulega.

Á afurðasýningunni í höll nr. 6 sýna 20 aðilar: Ögurvík, Iceland Pelagic, Íslenska umboðssalan, Menja, Vinnslustöðin/About Fish, Vísir, Tríton, Félag atvinnurekenda, E. Ólafsson, Icelandic Export Center, G. Ingason, Icelandic Salmon, Ican, Ice-Co, Icemark, Matís, Novofood, Golden Seafood, Iceland Reponsible Fisheries og Íslandsstofa (bás nr. 834).

Á tækjasýningunni í höll nr. 4 eru á þjóðarbásnum Valka, Samskip, Skaginn, 3X Technology, Kapp-Optimar, Wise, Hampiðjan, Borgarplast, Héðinn og Eimskip. Sjálfstæðir sýnendur eru Icelandic Group, Iceland Seafood, Sæplast, Marel og Samherji. Cool Atlantic tímaritinu sem Athygli gefur út, verður dreift á sýningunni.

Sjá nánar HÉR.