Sænsk stjórnvöld greiða háar fjárhæðir til sænskra fiskimanna í bætur fyrir tjón sem selurinn veldur, bæði á veiðarfærum og fiski.
Sænska ríkisstjórnin, ólíkt þeirri dönsku, hefur viðurkennt að tjón fiskimanna vegna ágangs sela sé umtalsvert og því nauðsynlegt að greiða bætur. Árið 2014 fá sænskir fiskimenn 20 milljónir (340 milljónir ISK) í bætur. Til að meta tjónið er stuðst við dagbækur báta þar sem skráðar eru skemmdir á netum vegna sela og einnig hve stór hluti aflans er óseljanlegur vegna selbits.
Frá þessu er greint á vef Fisker Forum.