Karlarnir tveir á Akraberg SI duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir náðu að veiða 33 tonn af þorski og ufsa í fjórum handfæraróðrum í nýliðnum ágústmánuði, að því er fram kemur í Fiskifréttum.
Þráinn Þórarinsson skipstjóri segir að þeir hafi fengið þessa veiði á tíu dögum, 10. til 21. ágúst, úti á Hornbanka. Í þessari törn var mestur afli í róðri rúm tíu tonn. Þrátt fyrir það segir Þráinn að þeir hafi auðveldlega komist yfir að draga allan fiskinn. Akrabergið er með fimm rúllur.
Sjá nánar í Fiskifréttum.