Meðalverð á slægðum þorski, ýsu og ufsa var 29-35% hærra á íslensku fiskmörkuðunum en í beinum viðskiptum á árinu 2014.

Þetta kemur fram í tölum Verðlagsstofu skiptaverðs um verðlagningu á fiski sem seldur var til fiskvinnslu hérlendis á árinu 2014. Verð á þorski var 33% hærra á fiskmörkuðum en í beinum viðskiptum, verð á ýsu 29% hærra og verð á ufsa 35% hærrra. Hins vegar var munurinn 16% á gullkarfa.

Sjá nánar umfjöllun í Fiskifréttum.