Ríflega 320 kíló af kókaíni fundust nýlega í túnfiskdósum frá Ekvador. Innihaldið uppgötvaðist við skoðun í Mexíkó eftir að tollayfirvöldum barst nafnlaus ábending.
Dósirnar, 596 talsins, voru kirfilega merktar Bravo Sea og sagðar innihalda hnakkastykki af túnfiski í sólblómaolíu. Við nánari skoðun reyndist innihaldið vera kókaín sem var vandlega pakkað í plastpoka sem lágu í sólblómaolíunni. Verðmæti efnisins er um fjórtán milljónir bandaríkjadala sem jafngildir um 1,8 milljörðum íslenskra króna.