Á degi hverjum framleiðir norskur sjávarútvegur hráefni í 32 milljónir máltíða. Þessi framleiðsla þarf að aukast því heiminn vantar meira af hollum mat, segir talsmaður samtaka sjávarútvegs og landbúnaðar í Noregi.
Á vef samtakanna er fjallað um nýlegar útflutningstölur norsks sjávarútvegs. Þrátt fyrir samdrátt í útflutningi eru Norðmenn ánægðir með árangur greinarinnar, sérstaklega í útflutning á laxi og laxaafurðum. Þeir sjá fram á vöxt í útflutningi sjávarafurða á þessu ári með aukningu þorskkvóta.