ff

Spænsk útgerð og dótturfélag hennar í Bretlandi voru sektuð nýlega um 1,62 milljónir punda (310 milljónir ISK) hjá dómstóli í Edinborg fyrir alvarlegt fiskveiðilagabrot. Er hér um sögulega háa sekt að ræða fyrir brot af þessu tagi, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Útgerðin, sem á skipin Coyo Tercero og O Genita, nefnist Hijos de Vidal Bandín SA en breska dótturfélagið heitir Sealskill LTD. Samkvæmt dómnum voru bæði fyrirtækin fundin sek um ólöglegar veiðar á lýsingi og löngu á 18 mánaða tímabili á árunum 2009 og 2010. Dómarinn sagði að brotið væri alvarlegt, síendurtekið og þaulskipulagt.

Spánska útgerðin ætlar að áfría dómnum. Talsmenn hennar segja að fjárhæð sektarinnar sé í engu samræmi við meint brot. Þá sé spönskum skipum mismunað fyrir dóminum því bresk skip hafi hingað til fengið miklu lægri sektir fyrir samskonar brot.